MPPT og PWM hleðslustýringar, hver er eiginlega munurinn?

1. Hvað þær gera:

PWM stýringin er í raun bara rofi sem tengir saman sólarsellur við rafgeyma. Það þýðir að spennan frá sólarsellunum er dregin niður til að mæta spennu rafgeyma.

MPPT stýringin er mun háþróaðari stýring (og dýrari en PWM): hún stýrir spennunni frá sólarsellunum til að ná sem mestum straum í hleðsluna og álagið sem gæti verið þar umfram. MPPT stýring skilur alveg á milli sólarsella og rafgeyma svo spennan getur í raun verið allt önnur á rafgeymunum en á sólarsellunum, t.d. 12 volta rafgeymir á einni hlið MPPT stýringarinnar og nokkrar sólarsellur á hinni hliðinni sem framleiða 36 volt. Skiptir ekki máli því MPPT stýringin sér um að stilla spennuna af fyrir rafgeymana og vírarnir frá sólarsellunum þurfa ekki að vera eins sverir fyrir vikið.

2. Tvískiptur styrkur MPPT stýringarinnar

a)       Maximum Power Point Tracking
MPPT stýringin mun ná meiri orku út úr sólarsellunum. Yfirleitt á bilinu 10% til 40% þegar hiti sellunnar er lágur (undir 45°C) eða þegar hann er mjög hár (yfir 75°C) eða þegar útgeislun er mjög lítil.
Við háan hita eða lága útgeislun þá mun spennan frá sólarsellunum falla mikið. Fleiri sellur þurfa að vera raðtengdar til að vera viss um að spennan sé meiri en spenna rafgeymis til að hleðsla geti farið fram

b)       Minna tap í lögnum og minni kostnaður við kapla
Ohm lögmálið segir okkur að tap vegna mótstöðu í köplu sé Pc (Watt) = Rc x I², þar sem Rc er mótstaðan í kaplinum. Það sem þessi formúla sýnir er að fyrir ákveðið gefið tap í kapli þá er hægt að minnka kapalummálið fjórfalt með því að tvöfalda spennuna á sólarsellunum.

Straumur (Amper) lækka alltaf þegar spennan (Volt) eru hækkuð, ef þú ert með 10 x 130W sólarsellur og þarf að því að flytja 1300W yfir kapal þá er mun ódýrara og betra að gera það með raðtengingu en hliðtengingu. Með raðtengingu yrði spennan í kringum 200V en bara 10A, með hliðtengingu yrði spennan í kringum 20V en 100A. Kapall til að flytja 100A er mjög dýr og fyrirferðamikill..


3. Niðurstaða

PWM

PWM er góð og ódýr stýring fyrir lítil kerfi þar sem hiti sólarsella er frekar hár ( milli 45°C og 75°C ).
Einnig getur verið mikill munur á mjög ódýrum PWM stýringum og aðeins dýrari stýringum.

Skoða nánar hér: https://www.netberg.is/voruflokkur/solarorka/hledslustyringar/


MPPT

Til að fullnýta möguleika MPPT stýringar þar spenna sólarsella að vera vel yfir spennu rafkerfis. t.d. 12v kerfi og spenna sellu er 22v, 24v kerfi þar tvær sellur og þar af leiðandi 44v.
MPPT stýringin er augljóst val fyrir kerfi með fleiri en eina sellu til að ná fullri nýtingu sellanna.
MPPT stýringin nær að nýta orkuna betur úr kerfum þar sem hiti sólarsella er lágur  og útgeislun lítil.

MPPT hentar því oftast best á Íslandi.
MPPT stýringarnar sem við erum með frá Victron Energy koma í öllu stærðum og gerðum og hentar kerfum af öllum stærðum, einnig er hægt að fá mælaborð sem tengjast við þær og sýna þér nákvæma stöðu hleðslunnar hverju sinni. (hægt að fá upp í Appi á smartsíma líka.)

Skoða nánar hér: https://www.netberg.is/voruflokkur/solarorka/hledslustyringar/

Share this post