Alveg sjálfbær Ford húsbíll

Alveg sjálfbær Ford húsbíll

Fengum til okkar þennan fína Ford húsbíl sem var með 110 volta kerfi og gasmiðstöð komna til ára sinna.

 

Okkar verkefni var að gera bílinn alveg sjálfbæran þannig að hægt væri að búa í honum allt árið um kring á Íslandi.
Við settum upp pakka fyrir viðskiptavin sem var mjög sáttur og við hófumst handa.

Bíllinn er með 4kW rafstöð með rafstarti orginal en hún er auðvitað 110v þar sem þetta er Amerísk, svo við bættum við spenni til að hækka spennuna inn á Quattro’inn.
Kerfið ræsir svo rafstöðina sjálfvirkt við ákveðnar skilgreiningar, t.d. þegar rafgeymar eru komnir niður í 75% SOC eða þegar álag á AC er orðið meira en 1500w í meira en 3 mínútur.
Þessar stillingar má svo fínstilla að þörfum hvers og eins.

Eftirfarandi er pakkinn sem fór í þennan bíl:
Victron Energy MultiPlus Quattro 12/3000
3x 235Ah rafgeymar
Victron Energy Cerbo GX
Victron Energy Touch 50
2x Victron Energy Smart BatteryProtect 65A
Victron Energy Smart Shunt 500A
Victron Energy IP65 15A hleðslutæki (fyrir rafgeymi við rafstöð)
110v í 220v spennir (fyrir rafstöðina)
2x 5kw Diesel miðstöðvar
60 lítra olíutankur
12v NetBerg ísskápur 136 lítra